það er óhjákvæmilegt að halda að maðurinn sé heimskur

" Þá segir Jan Kees de Jager í bréfinu að fyrir utan fjárhagsleg áhrif á Bretland og Holland geti Icesave málið haft alvarleg áhrif á virkni innri markaðarins (ESB) hvað varðar fjármálaþjónustu. "

er maðurinn í alvöru að halda því fram að "26 miljarðarnir í íslenskum" sem icesave 3 stóð um hafi fjárhagsleg áhrif á ESB svæðið ... guð minn góður vill einhver drífa sig að leiðrétta þetta


mbl.is Niðurstaðan mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég held þessi gaur hafi ekki verið að vísa til þessara 26 milljarða sem áttu að greiðast 11. apríl. Hugsanlega hafi hann ekkert vitað um þá einu sinni. Það sem hann er líklega að vísa til að auðmenn Evrópu fáist ekki til að geyma peninga í bönkum innan ESB svæðisins vegna áhættunnar að tapa þeim ef bankinn fellur.

Erlingur Alfreð Jónsson, 12.4.2011 kl. 22:15

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Með hótunum komust Holendingar að því hvað þeir gætu fengið best. Allar samningaviðræður (lesist hótanir) sem þar á eftir koma eru til að stefna að því marki en ekki hvað er rétt, enn síður réttlátt.

Óskar Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 22:52

3 identicon

Er ekki málið það að það átti að láta okkur samþykkja þetta og þá væri málið úr sögunni þ.a. bankamenn og ræningjar gætu haldið uppteknum hætti. Staðan gæti hinsvegar orðið sú að ef þeir ætla að stefna okkur fyrir rétt og við töpum málinu þá væri komið fordæmi sem þýddi að allir bankar Evrópu væru með fulla ríkisábyrgð. Það gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir margar aðrar þjóðir. Ef við myndum vinna málið þá væri það mjög slæmt fyrir fjármála kerfi Evrópu því með því yrði staðfest að ríkin bæru ekki ábyrgð á einkabönkum...! Það er því von að hollendingar og bretar séu öskufúlir því þeir eiginlega hvorki unnið eða tapað máli gegn okkur. Það besta sem þeir gera í stöðunni er að sætta sig við að fá það sem kemur úr þrotabúinu...!

Bjarni Ingibergsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband