Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

á föstudag voru sex ár síðan bróðir minn gafst upp fyrir krabbanum

það er svo merkilegt með okkur mann fólkið að oft gerum við okkur enga grein fyrir alvarleika hlutana. í síðasta skipti sem ég hitti bróður minn var ennþá þessi litli vonar neisti um að hann myndi að sjálfsögðu sigra þetta eins allt annað.

Ég gerði mig eins til búin og ég gat áður en ég fór og hitti hann ég vissi að ástandið var mjög slæmt ég vissi að þeir voru búnir að vera að tálga af honum hausin hægt og rólega í þeirri von að ná fyrir krabban ég vissi að þetta myndi líta illa út.

Ég fór til reykjavíkur vitandi það að ekkert sem ég myndi mæta yrði mér ofviða, ég vissi allt  og ég var búinað gera mig kláran í það að mæta einhverju sem ég hafði oft séð í bío.

Ég hélt andlitinu meðan ég hitti bróður minn...

Ég fór frá honum og ég var týndur ég trúði ekki eiginn heila ..ég brotnaði ..

þrátt fyrir allt sem ég hafði gert og rætt áður en ég hitti hann þá stóð ekkert eftir af því ...

Ég sem var þekktur af því að vera frosna skrýmslið í fjölskyldunni. Ég möl brotnaði.

ÞETTA ÁTTI AÐ VERA ÉG EN EKKI HANN  !!!

það var ég sem hafði lifað lífinu eins og hálviti. það var ég sem hafði raðað í skrokkinn alskonar ólyfjan. það var ég sem var fjölskyldu rónin, dópistinn, glæpamaðurinn.. auminginn ...

En hann hafði bara spjallað um það hvernig hann ætlaði að klára að mála herbergið sem hann var að ljúka við að sparsla..

þarna upplifði ég það í fyrsta skiptið í mörg ár að ég elskaði einhvern.

Ég fattaði að ég elskaði bróður minn sem ég hafði ekki talað við í mörg ár jafnvel þó við hefðum búið nánast í sömu götu.

og ég fattaði að ég var búin að tapa svo miklu af tíma sem við hefðum getað eytt saman ...

í dag 6 árum seinna glími ég enn við "það átti að vera ég enn ekki hann "og mun sennilega aldrei losna við það ..

En ég reyni að nýta tíman minn betur ég reyni að vera í sambandi við mína ástvini, við fólkið sem ég vil ekki týna. 

ég reyni að lifa ekki í fangelsi fjölskyldu erfiðleika ég reyni að lif aí jákvæðni og leiða hjá mér þegar mér finnst einhver í fjölskyldunni vera fúll eða gera eitthvað á minn hlut ... 

fyrigefning er það sem gildir ..að geta lifað lífinu sáttur .. að geta verið í samskiptum við fólk án þess að það skapi neikvæðni  og svartnætti ...

hugsum um okkar nánustu og látum ekki umheiminn spila því .. 

vegna þess að þegar á endan er komið er það allt sem þú átt .. fjölskylda og vinir .. allt hitt kemur ekki með 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband