er það ekki bara spurning um það hvort þetta sé einhver lausn ..?

„Það hefur bara gengið illa að fá heimili og í einhverjum tilfellum fyrirtæki líka til að koma að borðinu og skoða þessar lausnir og ganga frá þeim,“ segir Birna. 

ég hef lítið kynnt mér þessa 110% leið stjórnvalda og glæpa samtakana. kannski er það vegna þess að eina sem ég hef heyrt um þessa leið sé að hún sé bara hreinlega ekki lausn fyrir langflesta.

ja í það minnsta ekki betri lausn en gjaldþrot sama má segja um ýmslegt annað sem hefur verið boðið uppá eins og til dæmis skulda þarna hvað sem það heitir ..

fjármögnunar fyrirtæki halda áfram innheimtum eins og þeir séu í kvóta rally. ég til dæmis lenti í því að missa eina greiðslu mánuð á eftir vegna óvæntra útgjalda sem ég sem öryrki má alls ekki við.

Ég held það hafi verið á 14 degi sem fyrsta hótunar bréfið birtist og í framhaldinu hringdi ég í bankan til þess að fá þær upplýsingar að íslandsbanki sendi kröfuna í millinnheimtu á 31.degi.

þegar á 14 degi var búið að merkja skuldina mína til innheimtu og þá gat ég ekki lengur greitt greiðsluseðilinn í heimabanka. heldur þurfti að fara aða standa í alskonar millifærslun og heimsóknum í bankan til skrafs og ráðagerða eins og um væri að ræða gjaldfallna milljarðaskuld.

þetta er dæmi um hörkuna í innheimtum sem bankanir settu í gang við hrunið.

reyndar virðist íslands banki hafa breytt þessu eitthvað því í dag þá fæ ég að borga skuldirnar mínar þó þær séu einum mánuði á eftir.

það sem mér finnst afskaplega leiðinglegt við þetta allt er að sem öryrki þá get ég ekki reynt að vinna og greiða niður. vegna þess að ég örakan skerðist ásamt því að ég hef þurft að gefa eftir réttindi hjá atvinnuleysis kerfinu og verkalýðs systeminu.

í dag fæ ég útborgað 125.000 krónur (vegna skerðinga vegna vinnu 2008) og íslands banki fær af því ca 60.000 eftir standa 65 þúsund sem ég verð að nota til að lifa. og viti menn síðan ég fór á örorku hef ég alltaf fengið reikning frá skattinum nú er svo komið að þeir ætla að gera hjá mér fjárnám.

um hvað á ég að semja þegar ég ég er of tekjurhár til að fá aðstoð hjá félagsþjónustu niðurfellingu á sköttum eða hverju sem er ..

ég bara spyr.       

ef bankarnir hefðu gegnið jafn hart að þeim sem eiga mikla peninga og það rosalega mikla jafn vel eftir gjafskriftir bankana . og þeir ganga að okkur hinum sem reynum að veikum mætti að lifa af mánuð eftir mánuð. þá hefðu bankarnir getað notað gjafskriftirnar til þess að laga fjármál þúsunda einstaklinga. sem þá þyrftu ekki úrræði í dag.

Æj ég veit það ekki.

sjálfur er ég gjaldþrota þökk sé glitni og þeir fengu húsið og bílinn. Það eina sem ég á sem er einhvers virði er fjölskyldan mín. samt halda þeir áfram að innheimta og ég hef ekkert til að semja um. Það er ekkert til að semja um það er eingin 5000 kall afgangs til að setja í niðurgreiðslu á skuldum.

en svona er lífið á íslandinu góða     

Ef ég bara ætti peninga til losna við þetta eina lán sem sem stendur í 8-900 þúsund þá væri lífið ljúft. Ég á bara ekki nógu mikla peninga til að fá gjafskrift.

enda er þessi upphæð álíka há og menn eru greiða fyrir grafskrift..

ég vil bara hvetja bankana til að hjálpa líka þeim sem skulda ekki mikið þar sem þeir  fegnu ekki stór lána þar sem þeir áttu ekki nógu mikla peninga fyrir.

þegar 50% og meira af tekjunum okkar fara í bankann fer það ekki út í efnahags lífið ...   


mbl.is Vinna enn eftir samkomulaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband