Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

því miður er félagslega kerfið hér hrunið

þar sem ég er öryrki hef ég oft í gegnum tíðina þurft að glíma við félagslega kerfið.

það segir sjálft að þegar tekurnar duga ekki " samkvæmt stöðlum ríkisins. " til þess að framfleyta einstakling á húnæðis þá þarf hjálp ef eitthvað kemur uppá.

þar af leiðandi hef ég kynnt mér lög or reglur.

það mikil vægasta er að í LANDSLÖGUM stendur að....

" hverjum manni er skylt að framfæra sjálfum sér maka og börnum."

Ef það dæmi gengur ekki upp þá á samfélagslega kerfið að hlaupa undir baga og hjálpa fólki til sjálfshjálpar.

Nú er hins vegar kerfið þannig að að þessi lög eru þverbrotinn og grunnmannréttindi þver brotinn.

Hvernig jú með því að ákveða með með ákveðnum upphæðum hverjir þurfa hjálp.

Sú upphæð er rétt um 100.000 krónur á flestum stöðum.

Ef þú hefur til dæmis  meira en 120.000 krónur muntu aldrei fá hjálp þó svo að leigan sé hærri en þessi upphæð og bíllinn bilaði sem þú þarft til að komast til vinnu til að hafa tekjur.

Þú ert sennilega of tekju há/r fyrir utan það er tekið með í reiknininginn útgjöld ekki einu sinni eðlileg útgjöld eins og húsnæðis kostnaður.

Þar af leiðandi eru stórar líkur á því að þú endir í það miklum vandræðum að þú fáir aðstoð og framhaldi af því eru menn oft fastir í langan tíma ..því það tekur lengir tíma að vinnasig út úr stórum vandræðum en litlum ..

Í stað þess að hjálpa í eitt skipti þá virðist kerfið frekar vilja áskrifendur .. hvort er betra að aðstoða einu sinni um 300.000 og einstaklingur kemst sjálfur áfram ..eða um ekkert til að birja með og svo 100.000 á mánuði í einhverja mánuði og jafnvel ár ..

Það þarf að hugsa þetta betur og þannig væri hægt að lækka kostnað við þetta kerfi.

Einnig myndi þetta koma í veg fyrir mun dýpri og erfiðari vanda hjá mjög stórum hópi.

Ég er samt ekki að segja að það eigi að fara að gefa einhverjar stórar upphæðir bara af því bara ég vil bara sjá smá skynsemi. það er oft kallað hugsun líka .. nota heilann ..

þvi miður er það svo að þó kerfið hafi skánað mikið á síðustu 15 árum eða svo.

þá voru búin til ný vandamál með nýju kerfi og ekkert virðist lagast í því þrátt fyrir að ástandið í þjóðfélaginu versni og fleiri og fleiri séu að lenda í vanda... og fá enga hjálp.

Það er ekki biturð sem fær mig til að skrifa þetta ég hef oft fengið þá hjálp sem ég hef þurft en kerfið er samt mein gallað og óréttlátt.

  

   

 

    


mbl.is Vonlaus barátta á húsnæðismarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband