bjóst einhver við öðru ... við búum á íslandi

en hvað er til ráða .. margir segja ESB ..

aðrir segja verkföll ..

segja upp samningum ..

skipta um ríkistjórn ..

en hvaða helvítis máli myndi það skipta ..kemur ekki bara sama kjaftæðið í bakið á okkur aftur . stjórnmála menn ljúga meira en þeir segja satt .. staðreyndir eru hugaburðum og draum órar.

allt sem lagt er fram og virðist vera eithvað af viti er afskrifað í snatri sérstaklega ef það kemur frá almúgannum.

nú og svo eru þær fáu góðu hugmyndir sem komast á blað settar í ferli og eyðlagðar með flækjum og polítik.

er ekki að verða komið nóg ...auðvitað eru breytingar erfiðar og oft sárar en það þarf að gera eitthvað.

gera eitthvað stórtækt til þess að breyta öllu íslenska kerfinu frá a til ö það er okkar eina von í dag.

það að fara í esb er að sjálfsögðu bara rugl og í því tilefni að aðildar viðræður eru hafnar eða "búnar að vera í gangai í marga mánuði sem aðlögunar ferli " .. þá vil ég benda á eftirfarandi...

er einhver að fylgjast með fréttum ... breta íhuga að yfirgefa esb .. andstaða við esb vex í örðu hverju ríki ..evran er að deyja ... og svo framvegis ...  bara svona smá punktar til að skoða ..

Esb mun að mínu mati sennilega lifa eitthvað áfram en flest ríki virðast vera að sjá að þegar allt fer til fjandans hjá einu ríki þá verða hin að borga brúsan ... það eru menn bara hreinlega ekki tilbúnir til að gera .

þjóðverjar íhuga að taka upp markið aftur og ef það gerist veikir það evruna ef það hreinlega drepur hana ekki .. 

ég held við ættum að gefa ESB pásu með þeim skilaboðum að þeir séu hreinlega of valtir þessa dagana til þess að við viljum vera með ..

ég myndi í það minnsta ekki sjá það sem neinn hagnað að stökkva úr skítsæmilegum björgunar bát yfir í sökkvandi skemmtiferðaskip... báturinn mun þó fljóta áfram  annað en skipið sem mun enda á hafsbotni.

Guð  Hjálpi okkur íslendingum því Það er alveg ljóst ekki getum við staðið saman og hjálpað okkur sjálf.    

vaknið og hugsið sjálfstætt

    


mbl.is Mesta verðbólga í 10 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona víðtæk verðtrygging á húsnæðislán þekkist hvergi nema á Íslandi.  Ég skil ekki alveg afhverju verðbólgutölur á Íslandi leiða alltaf af sér umræðu um ESB og að við höfum ekkert þangað að gera.  Þessi sérstaka leið Íslendinga, að verðtryggja allt og rukka fólk um himinháa okurvexti, er íslenska leiðin og engin fjármálastofnun, hvað þá Fjármálaráðuneytið, vill breyta því.  Við sitjum uppi með arfavitlausa verðtryggingu á meðan við höfum íslensku krónuna.  Því miður, það er marg oft búið að tyggja það ofan í okkur.  Við höfum ekkert val, við verðum að hætta með verðtryggðu íslensku krónuna sem veldur hruni í fjárhag heimilanna og lækkun launa reglulega.  Hvað er til ráða??

Ég vil alla vega skoða aðild að ESB með opnum huga.  Hér ríkir einkavinavæðing á fiskinum og öðrum auðlindum.  Venjulegur verkamaður eða láglaunaþegi hefur varla efni á fiski í matinn, hann er svo dýr.  Þannig er það bara.

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 11:09

2 identicon

Þegar talað er um að nauðsynlegt sé að ganga í ESB til að losna við verðtryggða krónu er aðeins um blekkingu að ræða eða þá að það þurfi að skifta um gjaldmiðil til þess. Á sama máta og það var póltísk ákvörðun að taka upp verðtryggingu er það eingöngu spurning um pólitískan vilja að leggja hana niður. Áráttan um að ganga í ESB til að redda öllum þeim vandamálum sem við eigum við að stríða og þá verði þjóðin laus við getuleysi íslenskra stjórnmála til að takast á við vandamálin er eingöngu um uppgjöf að ræða og tálsýn um patentlausn.

Júlíus Guðni (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 17:45

3 Smámynd: Þórarinn Snorrason

ég vil benda á aðra tálsýn. Össur sagði á Bygjunni í gær 25.06 að ef við færum inn í esb myndi fjárfesting aukast. gott og vel, kannski gerir það það. en. ef sama stjórn er við stjórnvölinn þá getum við alveg bókað það s.br. orð Steingríms í kastljósinu um daginn að verða engar skattalækkanir á einu né neinu heldur komi til greina að hækka þá, nú þá horfa fyrirtæki hingað og spá "já okei, skattprósentan á íslandi er alveg útúrkú há. þá fer ég nú frekar með minn pening eða fyrirtæki til danmerkur eða eitthvað annað þar sem ég verð ekki skattpýndur til helvítis". þannig að ávinningurinn af þessum orðum er enginn ef ástandið á að vera eins og það er en samt vera í esb, það mun ekkert breytast. fólk ætti að læra að reyna að sjá heildarmyndina frekar en að stökkva á ímyndun.

Þórarinn Snorrason, 28.6.2011 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband