já en hvað er að lifa á mörkunum ?

jú sennilega er það eins og hjá mér flesta mánuði næ ég að redda málunum en svo koma óvæntir hlutir uppá ... buxurnar semég keypti í hitt í fyrra rifna ( ca 5000) , fylling losnaði úr tönn (ca 20.000), sprakk á bílnum (ca 20.000).. þetta eru ekki stórar tölur en eru samt nóg til þess að setja fjárhaginn minn í tóma vitleysu.

barna bætur vaxta bætur og allir auka peningar fara í greiða niður lán og heimildir sem hafa verið tekin til þess að lifa af hina mánuðina..

núna þessi mánaðar mót þurfti ég enmitt að láta laga tönn sem fylling datt úr(ca 20.000 ) (var loksins búin að borga alla reikninga) já og yngir stelpan þarft víst ný gleraugu (ca 40.000 ) 

Skólarnir eru að birja og sá auka kostnaður er ekki kominn inní reikninginn hjá 4 í fjölskydunni.

ég er ekki alveg að sjá hvernig ég næ að redda þessu en ég verð að gera með einhverjum ráðum.

Ég held þetta sé það sem meinað er með að lifa á mörkunum. 

Ég geri ráð fyrir því að fólk fari nú að velta fyrir hvernig þetta sé hægt og fólk fari að benda mér á hluti sem ég ætti að skoða .. það er ekkert eftir að skoða svona er staðan.


mbl.is Margir lifa á mörkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gleraugu eru ódírari hjá Kreppugler.is

gisli (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband